This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmark Liverpool í útisigri á Leicester, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Leicester í dag.
Alexander-Arnold kom inn á 71. mínútu en hann hafði ekki spilað í rúman einn og hálfan mánuð.
Fimm mínútum síðar skoraði hann sigurmarkið og fagnaði með því að fara úr treyjunni og hlaupa í áttina að stuðningsmönnum Liverpool.
Alexander-Arnold hefur verið mikið til umræðu undanfarið en nokkrir fjölmiðlar vilja meina að hann muni ganga til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid þegar samningur hans rennur út í sumar. Fagnið var allavega einlægt og spurning hvort það hafi verið einhver skilaboð bakvið það.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.