Forest endurheimti þriðja sætið

Anthony Elanga og Chris Wood fagna marki þess síðarnefnda.
Anthony Elanga og Chris Wood fagna marki þess síðarnefnda. AFP/Ben Stansall

Nott­ing­ham For­est gerði góða ferð til Lund­úna er liðið vann 2:1-sig­ur gegn Totten­ham í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu í dag.

For­est-menn hófu viður­eign­ina með lát­um en strax á fimmtu mín­útu kom Elliot And­er­son þeim yfir, 1:0.

Á 16. mín­útu bætti ný­sjá­lenski marka­hrókur­inn Chris Wood við öðru marki For­est með góðum skalla.

Bras­il­íumaður­inn Richarlison minnkaði mun­inn á 87. mín­útu. Mörk­in urðu ekki fleiri og lok­aniðurstaða því 2:1-sig­ur For­est.

Sig­ur­inn þýðir að For­est er aft­ur komið í þriðja sætið með 60 stig. Totten­ham er í 16. sæti með 37 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert