Góðar fréttir fyrir Arsenal

Bukayo Saka steinliggur eftir tæklinguna.
Bukayo Saka steinliggur eftir tæklinguna. AFP/Ben Stansall

Bukayo Saka, enski landsliðsmaður­inn hjá Arsenal, er ekki al­var­lega meidd­ur eft­ir að hann varð fyr­ir ljótri tæk­lingu í leik liðsins við Ipswich í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í gær.

Leif Dav­is fékk beint rautt spjald fyr­ir að fara aft­an í Saka í fyrri hálfleik. Þurfti Arsenal-maður­inn aðhlynn­ingu í kjöl­farið en hélt áfram. Saka fór að lok­um af velli eft­ir tæp­lega klukku­tíma leik.

Saka fann enn til eft­ir leik en Mikel Arteta knatt­spyrn­u­stjóri Arsenal var já­kvæður er hann ræddi við BBC eft­ir leik.

„Hann fann til eft­ir tæk­ling­una en þetta virðist ekk­ert al­var­legt,“ sagði spænski stjór­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert