Enska knattspyrnufélagið Derby hefur orðið fyrir áfalli því aðalmarkvörður liðsins, Svíinn Jacob Zetterström, verður ekki með liðinu í lokaumferðum B-deildarinnar.
Zetterström er með brákaðan augnbotn og missir því af tveimur síðustu leikjum liðsins. Derby er sem stendur í 21. sæti með 46 stig og aðeins fyrir ofan Luton og fallsæti á markatölu, þegar tvær umferðir eru eftir.
Derby á eftir útileik við Hull, sem er í sætinu fyrir ofan með 48 stig, og Stoke, sem er í 17. sæti með 50 stig.