Áfall í mikilli fallbaráttu

Jacob Zetterström spilar ekki meira með Derby á leiktíðinni.
Jacob Zetterström spilar ekki meira með Derby á leiktíðinni. Ljósmynd/Derby

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Der­by hef­ur orðið fyr­ir áfalli því aðal­markvörður liðsins, Sví­inn Jacob Zetter­ström, verður ekki með liðinu í lokaum­ferðum B-deild­ar­inn­ar.

Zetter­ström er með brákaðan augn­botn og miss­ir því af tveim­ur síðustu leikj­um liðsins. Der­by er sem stend­ur í 21. sæti með 46 stig og aðeins fyr­ir ofan Lut­on og fallsæti á marka­tölu, þegar tvær um­ferðir eru eft­ir.

Der­by á eft­ir úti­leik við Hull, sem er í sæt­inu fyr­ir ofan með 48 stig, og Stoke, sem er í 17. sæti með 50 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert