Kevin De Bruyne, einn besti miðjumaður heims undanfarinn áratug, yfirgefur Manchester City eftir tímabilið. De Bruyne verður samningslaus eftir tímabilið og fær ekki nýjan samning í Manchester. Sú ákvörðun kom Belganum á óvart.
„Ég var svolítið hissa, já,“ svaraði hann í samtali við Sky, aðspurður hvort ákvörðun City hafi komið á óvart. „Ég fékk ekkert tilboð frá þeim. Þetta var þeirra ákvörðun,“ bætti hann við.
„Þetta kom mér á óvart en ég verð að taka þessari ákvörðun. Ég get enn spilað á hæsta stigi, eins og ég hef sýnt, en ég skil að félög verði að taka svona ákvarðanir,“ bætti hann við.