Brasilíska stjarnan nálgast United

Matheus Cunha gæti farið til United í sumar.
Matheus Cunha gæti farið til United í sumar. AFP/Justin Tallis

Bras­il­íski knatt­spyrnumaður­inn Mat­heus Cunha gæti skipt yfir til Manchester United frá Wol­ves í sum­ar en fé­lagið og leikmaður­inn hafa rætt sam­an síðustu daga.

The At­hletic grein­ir frá. Cunha er með klásúlu í samn­ingi sín­um sem þýðir að fé­lög geta keypt hann á 62,5 millj­ón­ir punda.

United þarf að selja til að kaupa leik­mann svo dýrt og miðil­inn grein­ir frá að Marcus Rash­ford, Jadon Sancho, Ant­hony og Tyr­ell Malacia séu all­ir til sölu.

Cunha hef­ur leikið afar vel með Wol­ves á leiktíðinni og skorað 16 mörk. Hann var áður hjá Atlético Madrid, Leipzig og Herthu Berlín. Þá hef­ur hann leikið 13 lands­leiki fyr­ir Bras­il­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert