Brasilíski knattspyrnumaðurinn Matheus Cunha gæti skipt yfir til Manchester United frá Wolves í sumar en félagið og leikmaðurinn hafa rætt saman síðustu daga.
The Athletic greinir frá. Cunha er með klásúlu í samningi sínum sem þýðir að félög geta keypt hann á 62,5 milljónir punda.
United þarf að selja til að kaupa leikmann svo dýrt og miðilinn greinir frá að Marcus Rashford, Jadon Sancho, Anthony og Tyrell Malacia séu allir til sölu.
Cunha hefur leikið afar vel með Wolves á leiktíðinni og skorað 16 mörk. Hann var áður hjá Atlético Madrid, Leipzig og Herthu Berlín. Þá hefur hann leikið 13 landsleiki fyrir Brasilíu.