Dramatískt sigurmark og City í þriðja sætið

Matheus Nunes skorar sigurmark Manchester City í kvöld.
Matheus Nunes skorar sigurmark Manchester City í kvöld. AFP/Oli Scarff

Manchester City vann drama­tísk­an sig­ur á Ast­on Villa, 2:1, í flýtt­um leik í 34. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla í Manchester í kvöld.

Man. City fór með sigr­in­um upp í þriðja sæti þar sem liðið er með 61 stig en Villa held­ur kyrru fyr­ir í sjö­unda sæti með 57 stig.

Bar­átt­an um sæti þrjú til fimm, sem gefa sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næsta tíma­bili, er því áfram eitil­hörð en aðeins fjög­ur stig skilja á milli liðanna fimm sem berj­ast um sæt­in þrjú.

Í kvöld var það Bern­ar­do Silva sem kom heima­mönn­um í Man. City í for­ystu eft­ir aðeins sjö mín­útna leik. Emi Martín­ez varði þá skot Silva í netið eft­ir lag­leg­an und­ir­bún­ing Om­ars Marmoush.

Marcus Rash­ford jafnaði met­in fyr­ir Villa á 18. mín­útu með marki úr víta­spyrnu og staðan var því 1:1 í hálfleik. Víta­spyrn­an var dæmd eft­ir aðkomu VAR þar sem í ljós kom að Rú­ben Dias hafði fellt Jacob Rams­ey inn­an víta­teigs.

Þegar allt virt­ist stefna í að liðin myndu þurfa að sætt­ast á jafn­an hlut skoraði Mat­heus Nu­nes sig­ur­mark Man. City á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tíma. Hann lagði þá bolt­ann í netið af stuttu færi eft­ir stór­kost­lega send­ingu Jéré­my Doku vinstra meg­in úr víta­teign­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert