Alfons Sampsted gerði fyrra mark Birmingham er liðið sigraði Burton, 2:1, í ensku C-deildinni í fótbolta í gær.
Var markið það fyrsta hjá Alfons á Englandi og var það biðarinnar virði en bakvörðurinn skilaði boltanum glæsilega upp í vinkilinn.
Birmingham, sem Willum Þór Willumsson leikur einnig með, hefur þegar tryggt sér toppsæti deildarinnar og sæti í B-deildinni á næstu leiktíð.
Mark Alfons má sjá hér fyrir neðan en það kemur eftir rúma mínútu.