Fyrsta mark Alfons var glæsilegt (myndskeið)

Alfons í leiknum í gær.
Alfons í leiknum í gær. Ljósmynd/Birmingham

Al­fons Samp­sted gerði fyrra mark Bir­ming­ham er liðið sigraði Burt­on, 2:1, í ensku C-deild­inni í fót­bolta í gær.

Var markið það fyrsta hjá Al­fons á Englandi og var það biðar­inn­ar virði en bakvörður­inn skilaði bolt­an­um glæsi­lega upp í vink­il­inn.

Bir­ming­ham, sem Will­um Þór Will­umsson leik­ur einnig með, hef­ur þegar tryggt sér topp­sæti deild­ar­inn­ar og sæti í B-deild­inni á næstu leiktíð.

Mark Al­fons má sjá hér fyr­ir neðan en það kem­ur eft­ir rúma mín­útu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert