This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Matheus Nunes reyndist hetja Manchester City þegar hann tryggði liðinu dramatískan 2:1-sigur á Aston Villa eftir glæsilegan undirbúning Jérémys Dokus í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Markið skoraði Nunes á fjórðu mínútu uppbótartíma en sigurinn kom Man. City upp í þriðja sæti deildarinnar og gæti reynst gulls ígildi í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Bernardo Silva hafði komið Man. City yfir snemma leiks eftir laglegan undirbúning Omars Marmoush.
Marcus Rashford jafnaði hins vegar metin úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Rúben Dias braut á Jacob Ramsey innan vítateigs.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.