Enska knattspyrnufélagið West Bromwich Albion hefur vikið stjóranum Tony Mowbray frá störfum.
Hinn 61 árs gamli Mowbray tók við West Brom í janúar er Carlos Corberan yfirgaf félagið til að taka við Valencia.
Gengið undir stjórn Mowbrays hefur hins vegar ekki verið gott og er liðið í 10. sæti, sex stigum frá sæti í umspili B-deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Síðasti leikur stjórans var 3:1-tap á heimavelli gegn Derby í gær en Derby er í mikilli fallbaráttu.