Rekinn eftir aðeins þrjá mánuði

Tony Mowbray entist ekki lengi hjá WBA.
Tony Mowbray entist ekki lengi hjá WBA. AFP/Darren Staples

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið West Bromwich Al­bi­on hef­ur vikið stjór­an­um Tony Mowbray frá störf­um.

Hinn 61 árs gamli Mowbray tók við West Brom í janú­ar er Car­los Cor­ber­an yf­ir­gaf fé­lagið til að taka við Valencia.

Gengið und­ir stjórn Mowbrays hef­ur hins veg­ar ekki verið gott og er liðið í 10. sæti, sex stig­um frá sæti í um­spili B-deild­ar­inn­ar þegar aðeins tvær um­ferðir eru eft­ir.

Síðasti leik­ur stjór­ans var 3:1-tap á heima­velli gegn Der­by í gær en Der­by er í mik­illi fall­bar­áttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert