Van Dijk óskar Alexander-Arnold velfarnaðar

Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk fagna marki í leik …
Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk fagna marki í leik með Liverpool fyrir nokkrum árum. AFP

Virgil van Dijk, fyr­irliði Li­verpool, seg­ir að fari svo að vara­fyr­irliðinn Trent Al­ex­and­er-Arnold yf­ir­gefi fé­lagið muni stuðnings­menn minn­ast alls þess góða sem hann áorkaði hjá því.

Samn­ing­ur Al­ex­and­er-Arnolds renn­ur út í sum­ar og hef­ur hann sterk­lega verið orðaður við Real Madríd. Van Dijk var sjálf­ur að renna út á samn­ingi en fram­lengdi ný­verið til næstu tveggja ára.

„Frá því að ég gekk til liðs við fé­lagið hef­ur hann verið stór­kost­leg­ur leikmaður og ef hann ákveður að fara verður hans minnst fyr­ir fjölda góðra hluta.

Hvað sem ger­ist í framtíðinni hjá hon­um er það nokkuð sem hann þarf að finna út úr sjálf­ur ásamt fjöl­skyldu sinni. En hann er leikmaður Li­verpool á þess­ari stundu og hann er mik­il­væg­ur liði okk­ar.

Sem stend­ur vit­um við sem hóp­ur ekki hvað mun ger­ast. Hann er nú þegar und­ir mik­illi pressu þannig að það er ekki nokk­ur ástæða fyr­ir mig að setja hann und­ir frek­ari pressu,“ hef­ur Sky Sports eft­ir van Dijk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert