Enska knattspyrnufélagið Norwich City hefur rekið Danann Johannes Thorup sem stjóra liðsins. Hann var ráðinn til félagsins fyrir tímabilið en árangurinn olli forráðamönnum félagsins vonbrigðum.
Norwich er í 14. sæti B-deildarinnar með 53 stig eftir 44 leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu tíu. Var 3:1-tapið gegn Millwall á útivelli kornið sem fyllti mælinn.
Jack Wilshere, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, stýrir liðinu í tveimur síðustu umferðunum en hann hefur verið í þjálfarateymi liðsins.
Norwich mætir Middlesbrough á útivelli í næstu umferð og Cardiff á heimavelli í lokaumferðinni.