Wilshere stýrir liðinu út tímabilið

Jack Wilshere þjálfaði hjá Arsenal, áður en hann færði sig …
Jack Wilshere þjálfaði hjá Arsenal, áður en hann færði sig yfir til Norwich. Ljósmynd/Arsenal

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Norwich City hef­ur rekið Dan­ann Johann­es Thorup sem stjóra liðsins. Hann var ráðinn til fé­lags­ins fyr­ir tíma­bilið en ár­ang­ur­inn olli for­ráðamönn­um fé­lags­ins von­brigðum.

Norwich er í 14. sæti B-deild­ar­inn­ar með 53 stig eft­ir 44 leiki. Liðið hef­ur aðeins unnið einn leik af síðustu tíu. Var 3:1-tapið gegn Millwall á úti­velli kornið sem fyllti mæl­inn.

Jack Wils­h­ere, fyrr­ver­andi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, stýr­ir liðinu í tveim­ur síðustu um­ferðunum en hann hef­ur verið í þjálf­arat­eymi liðsins.

Norwich mæt­ir Midd­les­brough á úti­velli í næstu um­ferð og Car­diff á heima­velli í lokaum­ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert