Höjlund ekki nógu góður fyrir United

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Danski fram­herj­inn Rasmus Höj­lund hef­ur átt afar erfitt upp­drátt­ar hjá Manchester United á tíma­bil­inu og aðeins skorað eitt mark í síðustu 18 deild­ar­leikj­um í ensku úr­vals­deild­inni.

    Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir og Kjart­an Henry Finn­boga­son voru gest­ir Harðar Magnús­son­ar á Vell­in­um á Sím­an­um Sport og ræddu þau m.a. leik Manchester United og Wol­ves, sem Wol­ves vann 1:0 á Old Trafford.

    Höj­lund náði sér ekki á strik í leikn­um og sam­kvæmt Mar­gréti Láru er danski landsliðsmaður­inn ein­fald­lega ekki nógu góður til að spila fyr­ir lið eins og United.

    Innslag úr þætt­in­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert