Real Madrid, Liverpool og Manchester City hafa öll mikinn áhuga á vinstri bakverðinum Milos Kerkez og vilja kaupa af Bournemouth hann í sumar.
Sky greinir frá. Kerkez, sem er 21 árs, hefur átt glæsilegt tímabil með Bournemouth og vakið athygli stærri félaga.
Ungverski landsliðsmaðurinn hefur verið undir smásjá Liverpool í nokkra mánuði og nú eru önnur risafélög byrjuð að blanda sér í baráttuna um leikmanninn.
Richard Hughes íþróttastjóri Liverpool fékk Kerkez til Bournemouth á sínum tíma, áður en hann skipti yfir til Liverpool.