Liverpool fær samkeppni frá Real og City

Milos Kerkez er eftirsóttur.
Milos Kerkez er eftirsóttur. AFP/Glyn Kirk

Real Madrid, Li­verpool og Manchester City hafa öll mik­inn áhuga á vinstri bakverðinum Mi­los Kerkez og vilja kaupa af Bour­nemouth hann í sum­ar.

Sky grein­ir frá. Kerkez, sem er 21 árs, hef­ur átt glæsi­legt tíma­bil með Bour­nemouth og vakið at­hygli stærri fé­laga.

Ung­verski landsliðsmaður­inn hef­ur verið und­ir smá­sjá Li­verpool í nokkra mánuði og nú eru önn­ur risa­fé­lög byrjuð að blanda sér í bar­átt­una um leik­mann­inn.

Rich­ard Hug­hes íþrótta­stjóri Li­verpool fékk Kerkez til Bour­nemouth á sín­um tíma, áður en hann skipti yfir til Li­verpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert