This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Varnarmaðurinn James Tarkowski þurfti að fara meiddur af velli er lið hans Everton mátti þola tap gegn Manchester City, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Meiddist hann í stöðunni 0:0 og nýttu gestirnir í City sér fjarveru Tarkowski, sem er mikilvægur fyrir Everton-liðið.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum sport og þau eru sammála um að meiðslin hjá Tarkowski séu mjög slæm fyrir Everton.
Innslagið úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.