Parker gæti tekið við Tottenham

Scott Parker gæti tekið við Tottenham.
Scott Parker gæti tekið við Tottenham. AFP/Paul Ellis

Scott Par­ker, knatt­spyrn­u­stjóri Burnley, er einn þeirra sem koma til greina sem eft­ir­maður Ange Postecoglou eft­ir tíma­bilið.

Daily Mail grein­ir frá því að for­ráðamenn Totten­ham ætli að reka ástr­alska stjór­ann eft­ir tíma­bilið, jafn­vel ef liðið vinn­ur Evr­ópu­deild­ina.

Totten­ham er í 16. sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar og hef­ur tapað 18 leikj­um á leiktíðinni. Myndi það bjarga tíma­bil­inu að vinna Evr­ópu­deild­ina, þar sem liðið er í undanúr­slit­um. Það mun þó ekki bjarga starfi Postecoglous sam­kvæmt enska miðlin­um.

Par­ker er ný­bú­inn að tryggja Burnley sæti í ensku úr­vals­deild­inni. Hef­ur Par­ker einnig komið Ful­ham og Bour­nemouth upp í deild þeirra bestu. Andoni Ira­ola hjá Bour­nemouth og Marco Silva hjá Ful­ham eru einnig á blaði hjá Totten­ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert