Scott Parker, knattspyrnustjóri Burnley, er einn þeirra sem koma til greina sem eftirmaður Ange Postecoglou eftir tímabilið.
Daily Mail greinir frá því að forráðamenn Tottenham ætli að reka ástralska stjórann eftir tímabilið, jafnvel ef liðið vinnur Evrópudeildina.
Tottenham er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tapað 18 leikjum á leiktíðinni. Myndi það bjarga tímabilinu að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið er í undanúrslitum. Það mun þó ekki bjarga starfi Postecoglous samkvæmt enska miðlinum.
Parker er nýbúinn að tryggja Burnley sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hefur Parker einnig komið Fulham og Bournemouth upp í deild þeirra bestu. Andoni Iraola hjá Bournemouth og Marco Silva hjá Fulham eru einnig á blaði hjá Tottenham.