Rekinn þrátt fyrir að koma Leeds upp?

Forráðamenn Leeds íhuga að Daniel Farke samkvæmt enskum miðlum.
Forráðamenn Leeds íhuga að Daniel Farke samkvæmt enskum miðlum. AFP

For­ráðamenn enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Leeds íhuga að reka Daniel Far­ke sem knatt­spyrn­u­stjóra liðsins, þrátt fyr­ir að hann hafi komið liðinu upp í ensku úr­vals­deild­ina.

Daily Mail og Mirr­or greina frá.

Leeds er í topp­sæti B-deild­ar­inn­ar með 94 stig eft­ir 44 leiki og get­ur ekki endað neðar en í öðru sæti, þegar tvær um­ferðir eru eft­ir.

Liðið var hárs­breidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð en tapaði að lok­um í úr­slit­um um­spils­ins á Wembley.

Þrátt fyr­ir góðan ár­ang­ur á hliðarlín­unni eru menn­irn­ir á bak við tjöld­in hjá fé­lag­inu ekki sann­færðir um að Far­ke sé rétti maður­inn til að stýra liðinu í deild þeirra bestu, ef marka má ensku miðlana.

Hann kom Norwich í tvígang upp í úr­vals­deild­ina en tölu­vert verr gekk í efstu deild. Féll Norwich illa fyrra tíma­bilið og var Far­ke rek­inn er liðið var í neðsta sæti um mitt seinna tíma­bilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert