This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Eberechi Eze og Jean-Philippe Mateta skoruðu báðir stórglæsileg mörk fyrir Crystal Palace þegar liðið gerði jafntefli við Arsenal, 2:2, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Jakub Kiwior kom Arsenal yfir snemma leiks með góðu skallamarki.
Eze jafnaði hins vegar metin eftir tæplega hálftíma leik með mögnuðu skoti á lofti úr D-boganum eftir hornspyrnu Adams Whartons frá hægri.
Leandro Trossard kom Arsenal aftur í forystu undir lok fyrri hálfleiks.
Mateta jafnaði svo metin öðru sinni fyrir Palace fyrir Palace þegar William Saliba, miðvörður Arsenal, gaf boltann beint á hann og Mateta vippaði boltanum fyrir utan vítateig yfir David Raya í marki Arsenal og í þverslána og inn, glæsilegt mark.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.