Enska knattspyrnufélagið Burnley þarf að greiða Manchester United að minnsta kosti 100 þúsund pund þar sem félagið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á mánudag.
Ástæðan er sú að Burnley keypti Hannibal Mejbri af United fyrir tímabilið á 9,5 milljónir punda. Inni í kaupverðinu var klásúla sem hækkaði kaupverðið ef Burnley færi upp um deild.
Mejbri var orðinn byrjunarliðsmaður hjá Erik ten Hag hjá United á tímabili en missti síðan sætið sitt í liðinu. Hann fór að lokum að láni til Sevilla á Spáni seinni hluta síðasta tímabils og gekk síðan í raðir Burnley síðasta sumar.
Simon Stone á BBC segir upphæðina vera undir milljón pundum en yfir 100 þúsund pundum.