Scott Parker var tilfinningaríkur eftir að hann stýrði Burnley upp í ensku úrvalsdeildina en liðið tryggði sig upp um deild með sigri á Sheffield United, 2:1, á mánudag.
Félagið birti í gær myndskeið af Parker fara með sigurræðu í klefanum eftir leikinn og varð hann mjög tilfinningaríkur á meðan á henni stóð.
Tilfinningaþrungnu ræðuna má sjá hér fyrir neðan.