This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason voru sammála um það í Vellinum á Símanum Sport á páskadag að beint rautt spjald sem Leif Davis fékk fyrir brot á Bukayo Saka í 4:0-sigri Arsenal á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni hafi verið harður dómur.
Davis fékk beint rautt spjald í stöðunni 2:0 eftir að hann steig harkalega á hásinina á Saka.
„Mér finnst þetta harður dómur. Hann krækir aðeins í kálfann á Bukayo Saka,“ sagði Margrét Lára.
„Er þetta vegna þess að þetta er Saka?“ spurði Hörður Magnússon þáttastjórnandi.
„Nei, en mér finnst þetta rosalega klaufalegur varnarleikur. Mér finnst þetta líka harður dómur en rosalega klaufalegt,“ sagði Kjartan Henry.
Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.