„Arne Slot treystir ekki liðinu“

Jamie Carragher finnst Arne Slot ekki treysta liðinu sínu.
Jamie Carragher finnst Arne Slot ekki treysta liðinu sínu. AFP/Darren Staples

Jamie Carrag­her, fyrr­ver­andi leik­manni Li­verpool og sparkspek­ingi, finnst Arne Slot stjóra Li­verpool ekki treysta liðinu sínu.

Carrag­her tel­ur að Li­verpool þurfi að styrkja sig í sum­ar, þar á meðal í vörn­inni og á miðjunni.

„Þetta er ekki lið stjór­ans held­ur Jür­gens Klopps. Arne Slot treyst­ir ekki liðinu,“ sagði Carrag­her í hlaðvarp­inu Stick to Foot­ball.

„Slot not­ar sömu leik­menn í hverri viku. Við vit­um ekki hvort þetta sé hans leikstíll, en við mun­um lík­leg­ast kom­ast að því á næsta tíma­bili,“ bætti Carrag­her við.

„Ef Ibra­hima Konaté eða Virgil Van Dijk myndu meiðast, hver myndi koma í stað þeirra? Þeir eru með Jarell Quansah og Joe Gomez, sem er oft meidd­ur. Li­verpool þarf ann­an miðvörð til að veita Konaté al­vöru sam­keppni. Það sama á við um Al­ex­is Mac Allister og Ryan Gra­ven­berch á miðjunni.“

Li­verpool er á toppi ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar og næg­ir liðinu eitt stig gegn Totten­ham næsta sunnu­dag til að verða ensk­ur meist­ari.

Jamie Carragher.
Jamie Carrag­her. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert