Howe mættur aftur eftir veikindi

Eddie Howe er stjóri Newcastle.
Eddie Howe er stjóri Newcastle. AFP/Glyn Kirk

Eddie Howe, knatt­spyrn­u­stjóri Newcastle United í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, er mætt­ur aft­ur á æf­inga­svæði liðsins eft­ir veik­inda­leyfi.

Howe var lagður inn á sjúkra­hús vegna lungna­bólgu og missti af leikj­um liðsins gegn Manchester United, Crystal Palace og Ast­on Villa.

Liðið til­kynnti í dag að hann væri mætt­ur aft­ur til vinnu eft­ir veik­ind­in en aðstoðarmaður hans, Ja­son Tindall, stýrði liðinu í fjar­veru hans.

Newcastle er í fimmta sæti deild­ar­inn­ar með 59 stig, tveim­ur stig­um á eft­ir Manchester City í þriðja sæti og á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert