Komnir með 102 - geta slegið stigametið

Willum Þór Willumsson er á leið í B-deildina með Birmingham …
Willum Þór Willumsson er á leið í B-deildina með Birmingham og hefur spilað 38 af 43 leikjum liðsins í deildinni í vetur. Ljósmynd/Birmingham City

Bir­ming­ham City komst í kvöld í fá­menn­an hóp enska knatt­spyrnuliða sem hafa náð 100 stig­um í deilda­keppn­inni.

Bir­ming­ham hef­ur þegar tryggt sér sig­ur í C-deild­inni og er komið með 102 stig eft­ir sig­ur gegn Stevena­ge á úti­velli í kvöld, 1:0.

Stiga­met er inn­an seil­ing­ar, Bir­ming­ham á enn þrjá leiki eft­ir og gæti náð 111 stig­um en metið á Rea­ding sem fékk 106 stig í B-deild­inni tíma­bilið 2005-2006, með Ívar Ingimars­son og Brynj­ar Björn Gunn­ars­son í stór­um hlut­verk­um.

Will­um Þór Will­umsson kom inn á sem varamaður hjá Bir­ming­ham á 68. mín­útu en Al­fons Samp­sted var ekki í leik­manna­hópn­um í kvöld.

Bir­ming­ham er með sex­tán stiga for­ystu í deild­inni og á þó leik til góða á næstu lið.

York City varð fyrsta fé­lagið til að ná 100 stig­um tíma­bilið 1983-84 en það var fyrst hægt eft­ir að regl­an um þrjú stig fyr­ir sig­ur var tek­in upp árið 1981. Bir­ming­ham er sautjánda fé­lagið sem nær þess­um stiga­fjölda í ensku deild­un­um fjór­um.

Leeds og Burnley gætu náð 100 stig­um í B-deild­inni í vor en bæði eru með 94 stig þegar tveim­ur um­ferðum er ólokið. Það yrði þá í fyrsta sinn sem þrjú fé­lög næðu 100 stig­um á sama tíma­bil­inu.

Þessi fé­lög hafa náð 100 stig­um í ensku deilda­keppn­inni:

York City (D-deild) – 101 stig 1983-84
Sw­indon (D-deild) – 102 stig 1985-86
Sund­erland (B-deild) – 105 stig 1998-99
Ful­ham (C-deild) – 101 stig 1998-99
Ful­ham (B-deild) – 101 stig 2000-01
Plymouth (D-deild) – 102 stig 2001-02
Wig­an (C-deild) – 100 stig 2002-03
Rea­ding (B-deild) – 106 stig 2005-06
Newcastle (B-deild) – 102 stig 2009-10
Charlt­on (C-deild) – 101 stig 2011-12
Leicester (B-deild) – 102 stig 2013-14
Wol­ver­hampt­on – (C-deild) – 103 stig 2013-14
Sheffield United (C-deild) – 100 stig 2016-17
Manchester City (A-deild) – 100 stig 2017-18
Burnley (B-deild) – 101 stig 2022-23
Plymouth (C-deild) – 101 stig 2022-23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert