Rashford vill spila í Meistaradeildinni

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP/Franck Fife

Marcus Rash­ford hef­ur leikið vel með Ast­on Villa síðan hann kom til liðsins á láni frá Manchester United í fe­brú­ar. Hann er þar á láni út tíma­bilið en er samn­ings­bund­inn United til 2028.

Rash­ford og Ru­ben Amorim, knatt­spyrn­u­stjóri United, náðu ekki vel sam­an og Rash­ford spilaði lítið á tíma­bil­inu áður en hann var send­ur á lán.

„Ég gat ekki látið Rash­ford sjá hvernig þú átt að spila fót­bolta né æft eins og ég vil að leik­menn æfi,“ sagði Amorim um Rash­ford eft­ir að hann var send­ur til Ast­on Villa.

United mun því lík­leg­ast senda hann aft­ur á lán eða selja hann í sum­ar.

Rash­ford vill lið sem spil­ar í Meist­ara­deild Evr­ópu en sam­kvæmt heim­ild­um BBC eru eng­ar viðræður um framtíð hans í gangi og þær munu ekki hefjast fyrr en um miðjan júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert