Segir Brasilíumanninn á leið til United

Matheus Cunha í leik gegn Manchester United á þessari leiktíð.
Matheus Cunha í leik gegn Manchester United á þessari leiktíð. AFP/Henry Nicholls

Bras­il­íumaður­inn Mat­heus Cunha mun ganga til liðs við Manchester United frá Wol­ves í sum­ar. Þetta seg­ir bras­il­íska blaðakon­an Raisa Simplicio.

The At­hletic greindi frá fyrr í vik­unni að United væri að leiða kapp­hlaupið um Cunha, sem hef­ur verið í lyk­il­hlut­verki hjá Wol­ves í ensku úr­vals­deild­inni.

Cunha er með klásúlu í samn­ingi sín­um sem ger­ir liðum kleift að kaupa hann á 62,5 millj­ón­ir punda.

Simplicio seg­ir að Cunha hafi náð sam­komu­lagi við United og muni skrifa und­ir hjá fé­lag­inu í sum­ar.

Cunha hef­ur verið stór­kost­leg­ur með Wol­ves í vet­ur en hann hef­ur skorað 14 mörk og gefið fjór­ar stoðsend­ing­ar í deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert