Þjálfari Dallas orðinn einn af eigendum Everton

Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks.
Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks. AFP/Sam Hodde

Ja­son Kidd, þjálf­ari banda­ríska NBA-körfu­boltaliðsins Dallas Mavericks, er orðinn einn af eig­end­um enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Evert­on.

Kidd er fyrr­um leikmaður í NBA-deild­inni og nú part­ur af Fried­kin-hópn­um sem keypti Evert­on und­ir lok 2024.

Sem leikmaður var hann tíu sinn­um val­inn í stjörnulið deild­ar­inn­ar, vann deild­ina með Dallas árið 2011 og vann tvö gull á Ólymp­íu­leik­un­um, fyrst árið 2000 og svo 2008.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert