Vardy á förum

Jamie Vardy.
Jamie Vardy. AFP/Darren Staples

Enski knatt­spyrnumaður­inn Jamie Var­dy mun yf­ir­gefa Leicester City í sum­ar eft­ir 13 ár hjá fé­lag­inu.

Var­dy, sem er er 38 ára gam­all, vann ensku úr­vals­deild­ina með fé­lag­inu tíma­bilið 2015/16 og var val­inn besti leikmaður tíma­bils­ins. Hann var marka­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar tíma­bilið 2019/​20 með 23 mörk.

Hann vann næ­stefstu deild á Englandi tvisvar með liðinu og bik­ar­inn einu sinni. Var­dy hef­ur spilað nán­ast 500 leiki fyr­ir fé­lagið síðan hann kom árið 2012 frá Fleetwood Town fyr­ir millj­ón punda.

Síðasti leik­ur hans fyr­ir fé­lagið verður sunnu­dag­inn 18. maí gegn Ipswich Town en Leicester er þegar fallið úr ensku úr­vals­deild­inni.

Var­dy hef­ur skorað  143 mörk í ensku úr­vals­deild­inni frá ár­inu 2014, þrátt fyr­ir að vera orðinn 27 ára gam­all þegar hann lék fyrst í deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert