Enski knattspyrnumaðurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester City í sumar eftir 13 ár hjá félaginu.
Vardy, sem er er 38 ára gamall, vann ensku úrvalsdeildina með félaginu tímabilið 2015/16 og var valinn besti leikmaður tímabilsins. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2019/20 með 23 mörk.
Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr
— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025
Hann vann næstefstu deild á Englandi tvisvar með liðinu og bikarinn einu sinni. Vardy hefur spilað nánast 500 leiki fyrir félagið síðan hann kom árið 2012 frá Fleetwood Town fyrir milljón punda.
Síðasti leikur hans fyrir félagið verður sunnudaginn 18. maí gegn Ipswich Town en Leicester er þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Vardy hefur skorað 143 mörk í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2014, þrátt fyrir að vera orðinn 27 ára gamall þegar hann lék fyrst í deildinni.