Howe bljúgur eftir veikindin

Eddie Howe.
Eddie Howe. AFP/Darren Staples

Eddie Howe, knatt­spyrn­u­stjóri Newcastle United, viður­kenn­ir að það hafi tekið veru­lega á að glíma við slæma lungna­bólgu und­an­farn­ar vik­ur en lít­ur auðmjúk­ur til baka.

Howe gat ekki stýrt liðinu í síðustu þrem­ur leikj­um í ensku úr­vals­deild­inni vegna veik­ind­anna. Liðið vann Manchester United og Crystal Palace en tapaði fyr­ir Ast­on Villa í fjar­veru hans.

Newcastle fær nýliða Ipswich Town í heim­sókn á morg­un þar sem hann mæt­ir aft­ur á hliðarlín­una.

Hef­ur verið mik­il áskor­un

„Ég er ekki 100 pró­sent lík­am­lega en ég tel mig vera nærri því 100 pró­sent and­lega, sem er mik­il­væg­ast. Þetta hef­ur verið erfitt. Ég reyni að taka eitt­hvað já­kvætt með mér úr allri reynslu en þetta hef­ur verið mik­il áskor­un.

Mér leið skelfi­lega í Leicester leikn­um. Ég hafði áætlað að mæta aft­ur á æf­ingu fyr­ir leik­inn gegn Man. United. Ég fór í sturtu og gerði mig klár­an en eitt­hvað sagði mér að mæta ekki. Þetta var augna­blikið sem hlut­irn­ir breytt­ust.

Ég var ánægður með að vera sagt að fara á sjúkra­hús. Það var rétti staður­inn fyr­ir mig. Það var smá létt­ir að fá þessa umönn­un á því augna­bliki. Ég verð að segja að þetta varp­ar ljósi á hvað er manni mik­il­vægt í líf­inu.

Fjöl­skylda mín og vin­ir hugsuðu um mig á meðan þessu stóð. Sjón­in manns skýrist. Maður get­ur ekki tekið neinu sem sjálf­sögðum hlut,“ sagði Howe á frétta­manna­fundi í dag og þakkaði starfs­fólki sjúkra­húss­ins inni­lega fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert