Í 13 leikja bann fyrir enn eitt brotið

Sam Finley í leik með Tranmere.
Sam Finley í leik með Tranmere. Ljósmynd/Tranmere

Sam Finley, miðjumaður Tran­m­ere Rovers í ensku D-deild­inni í fót­bolta, var í dag úr­sk­urðaður í 13 leikja bann fyr­ir að kalla and­stæðing hómó­fób­ísk­um nöfn­um.

Finley var einnig sektaður um 2.000 pund og þá er hon­um gert að sækja nám­skeið til að koma í veg fyr­ir að at­vik af þessu tagi end­ur­taki sig.

Leikmaður­inn hef­ur áður fengið fjög­urra leikja bann fyr­ir svipað brot árið 2016 og átta leikja bann fyr­ir annað at­vik árið 2020.

Sæki hann ekki áður­nefnt nám­skeið fer hann í lífstíðarbann frá knatt­spyrnu inn­an enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert