Sam Finley, miðjumaður Tranmere Rovers í ensku D-deildinni í fótbolta, var í dag úrskurðaður í 13 leikja bann fyrir að kalla andstæðing hómófóbískum nöfnum.
Finley var einnig sektaður um 2.000 pund og þá er honum gert að sækja námskeið til að koma í veg fyrir að atvik af þessu tagi endurtaki sig.
Leikmaðurinn hefur áður fengið fjögurra leikja bann fyrir svipað brot árið 2016 og átta leikja bann fyrir annað atvik árið 2020.
Sæki hann ekki áðurnefnt námskeið fer hann í lífstíðarbann frá knattspyrnu innan enska knattspyrnusambandsins.