Enski varnarmaðurinn James Tarkowski leikur ekki meira með Everton á tímabilinu vegna meiðsla.
Tarkowski meiddist á læri í leik Everton og Manchester City á dögunum og nú er ljóst að hann þarf á aðgerð að halda.
„Hann spilar ekki meira á tímabilinu. Það er mikið áfall fyrir okkur því hann á stóran þátt í bættu gengi hjá okkur undanfarnar vikur,“ sagði David Moyes knattspyrnustjóri liðsins á blaðamannafundi í dag.