Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez hefur ekki komið við sögu í síðustu leikjum Liverpool. Portúgalski miðilinn A Bola greindi frá í vikunni að hugsanleg ástæða þess sé að Liverpool þurfi að greiða Benfica háa upphæð ef Núnez byrjar annan leik fyrir liðið.
Sóknarmaðurinn hefur byrjað 49 leiki fyrir Liverpool og samkvæmt miðlinum þarf Liverpool að greiða Benfica fimm milljónir punda ef sá 50. bætist við. Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool vísaði fréttaflutningnum á bug á blaðamannafundi í dag.
„Trúið þið öllu sem kemur í fjölmiðla? Ekki ég. Ég hef ekkert heyrt um þessa klásúlu og svona mál hafa ekki áhrif á liðsvalið mitt,“ sagði Slot.