Slot: Trúið þið öllu?

Arne Slot á hliðarlínunni.
Arne Slot á hliðarlínunni. AFP/Henry NIcholls

Úrúg­væski fram­herj­inn Darw­in Núnez hef­ur ekki komið við sögu í síðustu leikj­um Li­verpool. Portú­galski miðil­inn A Bola greindi frá í vik­unni að hugs­an­leg ástæða þess sé að Li­verpool þurfi að greiða Ben­fica háa upp­hæð ef Núnez byrj­ar ann­an leik fyr­ir liðið.

Sókn­ar­maður­inn hef­ur byrjað 49 leiki fyr­ir Li­verpool og sam­kvæmt miðlin­um þarf Li­verpool að greiða Ben­fica fimm millj­ón­ir punda ef sá 50. bæt­ist við. Arne Slot knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool vísaði frétta­flutn­ingn­um á bug á blaðamanna­fundi í dag.

„Trúið þið öllu sem kem­ur í fjöl­miðla? Ekki ég. Ég hef ekk­ert heyrt um þessa klásúlu og svona mál hafa ekki áhrif á liðsvalið mitt,“ sagði Slot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert