Tímabilið búið hjá United-manninum?

Diogo Dalot er að glíma við meiðsli.
Diogo Dalot er að glíma við meiðsli. AFP/Paul Ellis

Tíma­bil knatt­spyrnu­manns­ins Di­ogos Dalots gæti verið búið vegna meiðsla. Portúgal­inn glím­ir við kálfa­meiðsli og óvíst hvort hann geti spilað meira með Manchester United á leiktíðinni.

Er um mikið áfall fyr­ir United að ræða, þar sem Dalot er bú­inn að spila 51 leik á tíma­bil­inu. Hef­ur eng­inn í United-liðinu spilað eins mikið og bakvörður­inn.

„Við vit­um ekki hvað Di­ogo verður lengi frá. Hann er bú­inn að spila mikið og það gæti verið að tíma­bilið sé búið hjá hon­um. Við bíðum og sjá­um hvernig bat­inn geng­ur,“ sagði Rú­ben Amorim stjóri United á blaðamanna­fundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert