„Allir vilja spila fyrir Manchester United“

Rúben Amorim er stjóri Manchester United.
Rúben Amorim er stjóri Manchester United. AFP/Oli Scarff

Rú­ben Amorim, knatt­spyrn­u­stjóri karlaliðs Manchester United, seg­ir að all­ir leik­menn vilji spila fyr­ir fé­lagið. 

United er í 14. sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar og á ekki tæki­færi á að kom­ast í Evr­ópu­keppni á næsta tíma­bili í gegn­um deild­ina. 

Hins veg­ar á liðið enn mögu­leika á að kom­ast í Meist­ara­deild­ina en þá þarf það að vinna Evr­ópu­deild­ina. United mæt­ir At­hletic Bil­bao í undanúr­slit­um. 

United ætl­ar að styrkja lið sitt í sum­ar en Amorim var spurður út í mögu­leg­ar styrk­ing­ar þrátt fyr­ir slak­an ár­ang­ur á blaðamanna­fundi í gær.

„Marg­ir leik­menn vilja spila fyr­ir Manchester United, mér finnst ég finna það. Ég meina, þetta er Manchester United, all­ir vilja spila fyr­ir Manchester United,“ sagði Amorim ein­fald­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert