Rúben Amorim, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, segir að allir leikmenn vilji spila fyrir félagið.
United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki tækifæri á að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili í gegnum deildina.
Hins vegar á liðið enn möguleika á að komast í Meistaradeildina en þá þarf það að vinna Evrópudeildina. United mætir Athletic Bilbao í undanúrslitum.
United ætlar að styrkja lið sitt í sumar en Amorim var spurður út í mögulegar styrkingar þrátt fyrir slakan árangur á blaðamannafundi í gær.
„Margir leikmenn vilja spila fyrir Manchester United, mér finnst ég finna það. Ég meina, þetta er Manchester United, allir vilja spila fyrir Manchester United,“ sagði Amorim einfaldlega.