Ipswich er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir skell gegn Newcastle, 3:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Alexander Isak, Dan Burn og William Osula gerðu mörk Newcastle. Ipswich lék manni færri frá 37. mínútu þar sem Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald.
Newcastle er í þriðja sæti með 62 stig og í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Brighton sigraði West Ham á heimavelli í markaleik, 3:2. Yasin Ayari kom Brighton yfir á 13. mínútu en Mo Kudus jafnaði á 48. mínútu og Tomás Soucek kom West Ham yfir á 83. mínútu.
Kaoru Mitoma jafnaði fyrir Brighton á 89. mínútu og Carlos Baleba tryggði dramatískan sigur í uppbótartíma.
Það var einnig dramatík er Fulham sigraði botnlið Southampton á útivelli, 2:1. Jack Stephens kom Southampton yfir á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði á 72. mínútu og Ryan Sessegnon gerði sigurmarkið í uppbótartíma.
Þá vann Wolves 3:0-heimasigur á Leicester sem er einnig fallið. Matheus Cunha, Jakob Strand Larsen og Rodrigo Gomes gerðu mörkin.