Ipswich endanlega fallið eftir skell

Ipseich er fallið eftir skell í Newcastle.
Ipseich er fallið eftir skell í Newcastle. AFP/Paul Ellis

Ipswich er fallið úr ensku úr­vals­deild­inni eft­ir skell gegn Newcastle, 3:0, á úti­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag.

Al­ex­and­er Isak, Dan Burn og William Osula gerðu mörk Newcastle. Ipswich lék manni færri frá 37. mín­útu þar sem Ben John­son fékk sitt annað gula spjald.

Newcastle er í þriðja sæti með 62 stig og í góðri stöðu í bar­átt­unni um sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næstu leiktíð.

Bright­on sigraði West Ham á heima­velli í marka­leik, 3:2. Yasin Ay­ari kom Bright­on yfir á 13. mín­útu en Mo Kudus jafnaði á 48. mín­útu og Tomás Soucek kom West Ham yfir á 83. mín­útu.

Kaoru Mitoma jafnaði fyr­ir Bright­on á 89. mín­útu og Car­los Baleba tryggði drama­tísk­an sig­ur í upp­bót­ar­tíma.

Það var einnig drama­tík er Ful­ham sigraði botnlið Sout­hampt­on á úti­velli, 2:1. Jack Stephens kom Sout­hampt­on yfir á 14. mín­útu en Emile Smith Rowe jafnaði á 72. mín­útu og Ryan Sessegnon gerði sig­ur­markið í upp­bót­ar­tíma.

Þá vann Wol­ves 3:0-heima­sig­ur á Leicester sem er einnig fallið. Mat­heus Cunha, Jakob Strand Lar­sen og Rodrigo Gomes gerðu mörk­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert