Jón Daði skoraði dýrmætt mark

Jón Daði Böðvarsson fagnar marki fyrir Burton.
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki fyrir Burton. Ljósmynd/@burtonalbionfc

Burt­on fór upp úr fallsæti í ensku C-deild­inni í fót­bolta með heima­sigri á Cambridge í fallslag í dag, 2:1.

Jón Daði Böðvars­son er mætt­ur aft­ur í lið Burt­on eft­ir meiðsli og hann gerði fyrra mark Burt­on á 48. mín­útu. Lék hann fyrstu 87 mín­út­urn­ar.

Burt­on er nú með 46 stig, þrem­ur stig­um fyr­ir ofan fallsæti þegar liðið á tvo leiki eft­ir.

Beno­ný Breki Andrés­son var í byrj­un­arliði Stockport er liðið sigraði Lincoln, 3:2. Fram­herj­inn var hins veg­ar tek­inn af velli eft­ir fyrri hálfleik­inn í stöðunni 2:0 fyr­ir Lincoln.

Liðið á enn mögu­leika á að ná Wrexham í öðru sæti og fara beint upp í B-deild­ina. Wrexham er með 86 stig og á tvo leiki eft­ir. Stockport er með 84 og á einn.

Ja­son Daði Svanþórs­son lék all­an leik­inn með Grims­by í marka­lausu jafn­tefli gegn MK Dons á úti­velli í D-deild­inni. Liðið er fyr­ir utan um­spilið á marka­tölu og þarf helst sig­ur á Wimbledon á heima­velli í lokaum­ferðinni til að eiga mögu­leika á að fara í um­spilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert