Palace í bikarúrslit eftir sigur á Wembley

Ismaila Sarr skorar í dag.
Ismaila Sarr skorar í dag. AFP/Glyn Kirk

Crystal Palace er komið í úr­slita­leik enska bik­ars­ins eft­ir stór­sig­ur á Ast­on Villa, 3:0, í fyrri leik undanúr­slit­anna á Wembley í dag.

Er Palace í úr­slit­um í þriðja skipti en liðið tapaði fyr­ir Manchester United árin 1990 og 2016 og hef­ur aldrei unnið stór­an titil.

Eb­erechi Eze kom Palace yfir á 31. mín­útu og var staðan í hálfleik 1:0. Jean-Phil­ippe Mateta fékk tæki­færi til að bæta við öðru marki liðsins á 53. mín­útu en hann skaut í stöng úr víti.

Það kom ekki að sök því Ismaila Sarr gerði annað markið á 58. mín­útu. Hann var svo aft­ur á ferðinni í upp­bót­ar­tíma til að inn­sigla sig­ur Palace.

Nott­ing­ham For­est og Manchester City mæt­ast í hinum undanúr­slita­leikn­um á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert