Arsenal hefur gengið erfiðlega að halda í forystu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á tímabilinu.
Arsenal-liðið er í öðru sæti deildarinnar, tólf stigum frá toppliði Liverpool sem þarf aðeins eitt stig í fimm leikjum til að verða Englandsmeistari.
Arsenal hefur tapað aðeins þremur leikjum á leiktíðinni en hins vegar gert 13 jafntefli. Níu þeirri hafa komið þegar liðið er yfir með marki eða tveimur mörkum.
Á miðvikudaginn þegar Arsenal gerði jafntefli við Crystal Palace, 2:2, jafnaði liðið þar með met Tottenham sem gerði einnig níu jafntefli eftir að hafa verið yfir með marki tímabilið 2007-2008.