Tölfræði sem Arsenal-menn vilja ekki sjá

Mikel Arteta er knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta er knattspyrnustjóri Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Arsenal hef­ur gengið erfiðlega að halda í for­ystu í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu á tíma­bil­inu. 

Arsenal-liðið er í öðru sæti deild­ar­inn­ar, tólf stig­um frá toppliði Li­verpool sem þarf aðeins eitt stig í fimm leikj­um til að verða Eng­lands­meist­ari. 

Arsenal hef­ur tapað aðeins þrem­ur leikj­um á leiktíðinni en hins veg­ar gert 13 jafn­tefli. Níu þeirri hafa komið þegar liðið er yfir með marki eða tveim­ur mörk­um. 

Á miðviku­dag­inn þegar Arsenal gerði jafn­tefli við Crystal Palace, 2:2, jafnaði liðið þar með met Totten­ham sem gerði einnig níu jafn­tefli eft­ir að hafa verið yfir með marki tíma­bilið 2007-2008. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert