Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, var ansi kátur er hann ræddi við Sky Sports eftir að liðið tryggði sér enska meistaratitilinn í fótbolta með 5:1-stórsigri á Tottenham á Anfield í dag.
„Það voru skrítnir tímar þegar við unnum þetta árið 2020. Við nutum þess vel en það er ekki hægt að toppa þetta,“ sagði Robertson kátur en hann var einnig í Liverpool-liðinu sem varð meistari fyrir fimm árum.
„Leikstíllinn okkar er öðruvísi. Það var meiri hápressa árið 2010 en nú erum við með meiri stjórn. Hlutirnir sem skipta máli eru eins. Við erum búnir að vera mjög stöðugir,“ bætti Skotinn við.