Ekki hægt að toppa þetta

Dominik Szoboszlai og Andrew Robertson fagna í leikslok.
Dominik Szoboszlai og Andrew Robertson fagna í leikslok. AFP/Paul Ellis

Andrew Robert­son, vinstri bakvörður Li­verpool, var ansi kát­ur er hann ræddi við Sky Sports eft­ir að liðið tryggði sér enska meist­ara­titil­inn í fót­bolta með 5:1-stór­sigri á Totten­ham á An­field í dag.

„Það voru skrítn­ir tím­ar þegar við unn­um þetta árið 2020. Við nut­um þess vel en það er ekki hægt að toppa þetta,“ sagði Robert­son kát­ur en hann var einnig í Li­verpool-liðinu sem varð meist­ari fyr­ir fimm árum.

„Leikstíll­inn okk­ar er öðru­vísi. Það var meiri hápressa árið 2010 en nú erum við með meiri stjórn. Hlut­irn­ir sem skipta máli eru eins. Við erum bún­ir að vera mjög stöðugir,“ bætti Skot­inn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert