United jafnaði í blálokin

Rasmus Höjlund skoraði eina mark United í dag.
Rasmus Höjlund skoraði eina mark United í dag. AFP/Glyn Kirk

Bour­nemouth og Manchester United skildu jöfn, 1:1, í 34. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar á suður­strönd­inni í dag.

Úrslit­in þýða að Bour­nemouth er í tí­unda sæti með 50 stig en United er í 14. sæti með 39 stig.

Heima­menn komust yfir á 23. mín­útu eft­ir mark frá Antoine Semenyo. Staðan í hálfleik var 1:0 fyr­ir Bour­nemouth.

Á 70. mín­útu fékk Bras­il­íumaður­inn Evanil­son að líta rauða spjaldið og voru Bour­nemouth-menn því manni færri síðustu 20 mín­út­ur leiks­ins.

Allt stefndi í sig­ur Bour­nemouth þar til á sjöttu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans þegar Dan­inn Rasmus Höj­lund jafnaði met­in fyr­ir United. Lok­aniðurstaða var því 1:1-jafn­tefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert