Bournemouth og Manchester United skildu jöfn, 1:1, í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á suðurströndinni í dag.
Úrslitin þýða að Bournemouth er í tíunda sæti með 50 stig en United er í 14. sæti með 39 stig.
Heimamenn komust yfir á 23. mínútu eftir mark frá Antoine Semenyo. Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Bournemouth.
Á 70. mínútu fékk Brasilíumaðurinn Evanilson að líta rauða spjaldið og voru Bournemouth-menn því manni færri síðustu 20 mínútur leiksins.
Allt stefndi í sigur Bournemouth þar til á sjöttu mínútu uppbótartímans þegar Daninn Rasmus Höjlund jafnaði metin fyrir United. Lokaniðurstaða var því 1:1-jafntefli.