Miklar líkur eru á því að Liverpool gulltryggi 20. meistaratitilinn í sögu félagsins í dag en liðinu nægir jafntefli gegn Tottenham á heimavelli í leik sem flautaður verður á klukkan 15.30.
Liverpool er með tólf stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar og einnig með leik til góða. Arsenal á fjóra leiki eftir og Liverpool fimm, með leiknum við Tottenham.
Með jafntefli í dag verður forskotið 13 stig og aðeins 12 stig eftir í pottinum.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.