Helltu kampavíni yfir Slot sem söng um Klopp

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Leik­menn Li­verpool helltu kampa­víni yfir stjór­ann Arne Slot eft­ir að hann söng um for­vera sinn í starfi, Jür­gen Klopp. 

    Li­verpool tryggði sér Eng­lands­meist­ara­titil karla í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur á Totten­ham, 5:1, í gær og var mik­il stemn­ing eft­ir leik. 

    Slot var spurður út í for­vera sinn Klopp sem söng eft­ir­minni­lega um hann eft­ir síðasta leik sinn sem stjóri Li­verpool á síðustu leiktíð. 

    Slot gerði slíkt hið sama um Klopp en leik­menn liðsins helltu síðan kampa­víni yfir hann stuttu síðar. 

    Mynd­skeiðið af fögnuðinum má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert