Þjóðverjinn Jürgen Klopp sendi frá sér skilaboð eftir að Liverpool varð Englandsmeistari karla í knattspyrnu í gær.
Liverpool vann Tottenham, 5:1, og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn.
Klopp hætti með liðið eftir síðustu leiktíð og tók Arne Slot við. Klopp var á sínum tíma gífurlega vinsæll og vann allt sem hægt er með Liverpool.
Klopp á enn í nánu sambandi við marga í Liverpool-borg og hvað þá stuðningsmenn liðsins en hann birti færslu á Instagram í dag.
„Afskaplega þakklátur fyrir fortíðina, afskaplega kátur með nútíðina og afskaplega spenntur fyrir framtíðinni.
Til hamingju allir,“ skrifaði Klopp.