Hjartnæm skilaboð Jürgens Klopps

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP/Paul Ellis

Þjóðverj­inn Jür­gen Klopp sendi frá sér skila­boð eft­ir að Li­verpool varð Eng­lands­meist­ari karla í knatt­spyrnu í gær. 

Li­verpool vann Totten­ham, 5:1, og tryggði sér þar með Eng­lands­meist­ara­titil­inn. 

Klopp hætti með liðið eft­ir síðustu leiktíð og tók Arne Slot við. Klopp var á sín­um tíma gíf­ur­lega vin­sæll og vann allt sem hægt er með Li­verpool. 

Klopp á enn í nánu sam­bandi við marga í Li­verpool-borg og hvað þá stuðnings­menn liðsins en hann birti færslu á In­sta­gram í dag. 

„Af­skap­lega þakk­lát­ur fyr­ir fortíðina, af­skap­lega kát­ur með nútíðina og af­skap­lega spennt­ur fyr­ir framtíðinni. 

Til ham­ingju all­ir,“ skrifaði Klopp. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jür­gen Klopp (@kloppo)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert