Leeds skrefi nær titlinum

Wilfried Gnonto skoraði fyrir Leeds í kvöld.
Wilfried Gnonto skoraði fyrir Leeds í kvöld. Ljósmynd/Leeds

Leeds United vann 4:0 stór­sig­ur á Bristol City á heima­velli í næst­síðustu um­ferð ensku B-deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla í kvöld.

Leeds er á toppn­um fyr­ir lokaum­ferðina um næstu helgi með jafn­mörg stig og Burnley í öðru sæti en tölu­vert betri marka­tölu.

Bæði lið eru búin að tryggja sig upp í ensku úr­vals­deild­ina og eiga mögu­leika á að vinna B-deild­ina en þarf þá að treysta á að hitt liðið mis­stígi sig.

Leeds heim­sæk­ir Guðlaug Victor Páls­son og fé­laga í Plymouth í lokaum­ferðinni á laug­ar­dag en Plymouth er í fallsæti og dug­ir ekk­ert annað en sig­ur til þess að eygja von um að halda sæti sínu.

Burnley fær þá Millwall í heim­sókn en síðar­nefnda liðið er í sjö­unda sæti og á í harðri bar­áttu um að kom­ast upp í sjötta eða fimmta sæti, sem eru um­spils­sæti vegna eins lauss sæt­is til viðbót­ar í úr­vals­deild­inni.

Í kvöld skoraði Largie Ramaz­ani tví­veg­is und­ir lok­in fyr­ir Leeds eft­ir að hafa komið inn á sem varamaður, auk þess sem Ao Tanaka og Wilfried Gnonto komust á blað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert