Salah: Líttu á tölurnar

Mohamed Salah tekur í spaðann á stjóranum Arne Slot.
Mohamed Salah tekur í spaðann á stjóranum Arne Slot. AFP/Franck Fife

Mohamed Salah er ánægður með knatt­spyrn­u­stjóra sinn Arne Slot en þeir urðu sam­an Eng­lands­meist­ar­ar með Li­verpool í gær. 

Li­verpool vann Totten­ham, 5:1, á An­field og er búið að safna sér nægi­lega mikl­um stig­um til að verða Eng­lands­meist­ari þó fimm um­ferðir séu eft­ir. 

Hol­lend­ing­ur­inn Arne Slot tók við liðinu fyr­ir tíma­bilið af Þjóðverj­an­um Jür­gen Klopp sem hafði stýrt liðinu um ára­bil. 

Salah var spurður út í nýja stjór­ann af SkySports og hvort hann hafi gert hann að betri leik­manni, en Salah hef­ur átt frá­bært tíma­bil. 

„Svo virðist vera, líttu bara á töl­urn­ar!“ Svaraði Salah á léttu nót­un­um. 

„Hann er mjög hrein­skil­inn og ákveðinn sem gerði líf okk­ar auðveld­ara því þú viss­ir strax hvað hann vildi, sem við náðum að af­reka,“ bætti Salah við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert