Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að gott gengi í Evrópudeildinni bjargi ekki tímabilinu hjá United.
„Allir vita að þetta er mjög mikilvægt fyrir tímabilið okkar. Við vitum að ekkert getur bjargað þessu tímabili en þetta gæti verið stórt,“ sagði Amorim.
United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig en mætir Athletic Club í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í dag.