Máttlausir Arsenal-menn töpuðu á heimavelli

Bour­nemouth skellti Arsenal, 2:1, í 35. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla á Emira­tes-leik­vang­in­um í Lund­ún­um í dag.

Eft­ir leik er Arsenal í öðru sæti með 67 stig og Bour­nemouth fer upp um tvö sæti og í það átt­unda með 53 stig.

Það bjugg­ust marg­ir við því að Mika­el Arteta myndi hvíla leik­menn fyr­ir seinni leik­inn á móti PSG í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar, en hann stillti upp sínu sterk­asta liði. Leik­ur­inn byrjaði ró­lega og gerðist lítið fyrstu 20 mín­út­un­ar.

Bæði lið komu sér í góðar stöður en það vantaði gæði í síðustu send­ingu eða skot. Evanil­son fékk bestu færi gest­anna í fyrri hálfleik. Fyrst skalli á markteig sem hann setti yfir ,svo vann Bour­nemouth bolt­ann hátt á vell­in­um en Evanil­son setti bolt­ann yfir markið. Arsenal komst í ágæt­is stöður líka. Decl­an Rice átti tvö skot sem fóru fram hjá og Mart­inelli einnig.

Le­andro Tross­ard átti síðan fín­an skalla sem Kepa varði vel í marki Bour­nemouth. Það var svo á 34. mín­útu sem Arsenal komst yfir. Thom­as Par­t­ey fann Mart­in Ödega­ard sem var einn á auðum sjó á miðjunni, hann setti Rice í gegn sem fór fram hjá Kepa og setti bolt­ann í markið. Afar snyrti­lega gert hjá Arsenal og Rice kom þeim í 1:0. Fyrri hálfleik­ur­inn fjaraði dá­lítið út eft­ir markið og heima­menn leiddu í hálfleik, 1:0.

Arsenal-menn voru með alla stjórn á leikn­um fyrstu 20 mín­út­urn­ar í seinni hálfleik. Sköpuðu sér góðar stöður og Saka var ná­lægt því að skora annað markið á 57. mín­útu en bolt­inn sigldi fram hjá. Í kring­um 60. mín­útu fór að draga af heima­mönn­um, ork­an var bú­inn og var nokkuð aug­ljóst að það þurfti ferska fæt­ur inn á. Það voru hins veg­ar gest­irn­ir sem gerðu tvö­falda breyt­ingu á 65. mín­útu sem breyttu leikn­um.

Á 67. mín­útu tók Ant­onie Semenyo, sem var ný­kom­inn inn á langt innkast og Dean Huij­sen sveif hæst í teign­um og skallaði bolt­ann í fjær­hornið, 1:1, og Bour­nemouth jafnaði með fyrsta skot­inu á markið. Gest­irn­ir tóku yfir leik­inn eft­ir þetta og náðu svo inn öðru marki á 74. mín­útu eft­ir horn­spyrnu. Bolt­inn barst af Marcus Tavernier á Evanil­son á fjær­stögn­ina og bolt­inn hrökk af hon­um í markið. 2:1 fyr­ir Bour­nemouth og reynd­ist þetta vera sig­ur­markið.

Bour­nemoth vann sann­gjarn­an sig­ur í dag og eru vel að hon­um komn­ir. Arsenal var með alla stjórn á leikn­um en tapið skrif­ast á þjálf­ara Arsenal, Mikel Arteta. Hann var 20 mín­út­um of seinn að skipta inn á og gest­irn­ir gengu á lagið. Þessi leik­ur gæti líka haft stór áhirf á stór­leik­inn á miðviku­dag í Meist­ara­deild­inni, þar sem leik­menn Arsenal voru örþreytt­ir í dag. Þetta þýðir að Arsenal er enn í öðru sæti en Man City aðeins 3 stig­um eft­ir þeim. Bour­nemouth kem­ur sér í 8 sætið og nær í mik­il­væg stig í sinni Evr­ópu bar­áttu.

Arsenal 1:2 Bour­nemouth opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert