This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Belginn Youri Tielemans skoraði sigurmark Aston Villa þegar liðið lagði Fulham að velli, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Markið skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu John McGinn frá hægri eftir aðeins tólf mínútna leik.
Villa var óheppið að skora ekki fleiri mörk en liðið klúðraði nokkrum dauðafærum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.