Brentford sigraði United í sjö marka leik

Kevin Schade kemur Brentford í 2:1.
Kevin Schade kemur Brentford í 2:1. AFP/Justin Tallis

Brent­ford hafði bet­ur gegn Manchester United, 4:3, í skemmti­leg­um leik í Lund­ún­um í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Brent­ford er í 9. sæti með 52 stig. United er í 15. sæti með 39 stig.

Brent­ford byrjaði af mikl­um krafti og sótti mikið á mark gest­anna fyrstu mín­út­urn­ar. Það var því gegn gangi leiks­ins þegar Ma­son Mount kom United yfir á 14. mín­útu með skoti af stuttu færi eft­ir sprett og fyr­ir­gjöf frá Al­ej­andro Garnacho.

Heima­menn jöfnuðu 13 mín­út­um síðar þegar United-menn lentu í vand­ræðum með að koma bolt­an­um í burtu eft­ir langt innkast. Að lok­um sendi Mikk­el Dams­ga­ard bolt­ann í Luke Shaw og í netið og var markið skráð sem sjálfs­mark.

Sex mín­út­um síðar var Kevin Schade bú­inn að koma Brent­ford yfir með góðum skalla í teign­um eft­ir fyr­ir­gjöf frá Christian Nörga­ard. Shade og Nörga­ard fengu báðir úr­vals­færi til að bæta við þriðja mark­inu en Altay Bay­ind­ir var í stuði í marki United og var staðan í hálfleik því 2:1.

Þannig var hún fram að 70. mín­útu þegar Schade gerði sitt annað mark með öðrum skalla af stuttu færi eft­ir send­ingu frá Bry­an Mbu­emo. Fjór­um mín­út­um síðar potaði Yoa­ne Wissa bolt­an­um yfir lín­una eft­ir send­ingu frá Michael Kayode og staðan var orðin 4:1.

United gafst ekki upp og Garnacho minnkaði mun­inn í tvö mörk með glæsi­legu skoti utan teigs upp í hornið fjær. Amad Diallo minnkaði svo mun­inn enn frek­ar á fimmtu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans með föstu skoti í teign­um.

Nær komst United hins veg­ar ekki og Brent­ford hélt út.

Leikmenn United fagna fyrsta marki leiksins.
Leik­menn United fagna fyrsta marki leiks­ins. AFP/​Just­in Tall­is
Brent­ford 4:3 Man. United opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert