Brighton og Newcastle gerðu jafntefli, 1:1, í 35. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton í dag.
Newcastle er með 63 stig í fjórða sæti deildarinnar og geta Chelsea og Nottingham Forest jafnað liðið að stigum með sigrum í þeim leikjum sem þau eiga inni. Brighton er með 52 stig í tíunda sæti.
Yankuba Minteh, fyrrverandi leikmaður Newcastle, kom Brighton yfir á 28. mínútu en undir lok leiks fékk Newcastle víti þegar Fabian Schär tók aukaspyrnu sem fór í höndina á Yasin Ayari.
Alexander Isak steig á punktinn og skoraði af öryggi, 1:1.
Þá gerðu West Ham og Tottenham jafntefli í Lundúnaslag, 1:1, á London-leikvanginum.
Wilson Odobert kom Tottenham yfir á 15. mínútu en Jarrod Bowen jafnaði metin á þeirri 28., 1:1.
West Ham er í 17. sæti með 37 stig en Tottenham er sæti ofar með stigi meira.