Newcastle missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni

Fabian Schär úr Newcastle skýtur boltanum í höndina á Yasin …
Fabian Schär úr Newcastle skýtur boltanum í höndina á Yasin Ayari úr Brighton. AFP/Glyn Krik

Bright­on og Newcastle gerðu jafn­tefli, 1:1, í 35. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu í Bright­on í dag. 

Newcastle er með 63 stig í fjórða sæti deild­ar­inn­ar og geta Chel­sea og Nott­ing­ham For­est jafnað liðið að stig­um með sigr­um í þeim leikj­um sem þau eiga inni. Bright­on er með 52 stig í tí­unda sæti. 

Yankuba Min­teh, fyrr­ver­andi leikmaður Newcastle, kom Bright­on yfir á 28. mín­útu en und­ir lok leiks fékk Newcastle víti þegar Fabi­an Schär tók auka­spyrnu sem fór í hönd­ina á Yasin Ay­ari. 

Al­ex­and­er Isak steig á punkt­inn og skoraði af ör­yggi, 1:1. 

Þá gerðu West Ham og Totten­ham jafn­tefli í Lund­úna­slag, 1:1, á London-leik­vang­in­um. 

Wil­son Odo­bert kom Totten­ham yfir á 15. mín­útu en Jarrod Bowen jafnaði met­in á þeirri 28., 1:1. 

West Ham er í 17. sæti með 37 stig en Totten­ham er sæti ofar með stigi meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert